25.8.2007 | 01:59
Slatti af ljóðum
Ég hef ákveðið að birta hér ljóð sem ég hef verið að vinna að síðustu mánuði og er mjög svo persónulegt fyrir mig. Ég vil að þið lesið það með opnum huga og verðið ekki alltof dómhörð því þetta er um mínar tilfinningar og það er eitthvað sem allir eiga að virða. En ljóðið heitir Lítið Ljóð og fjallar um jah ætli ég leyfi ykkur ekki bara að dæma um það
Lítið Ljóð
Hæ, ég er lítið ljóð.
og auðvitað eitt annað til að þóknast þér kæri lesandi
Leyniljóð
Ég sé þig þarna úti hjá haganum
fróa hugsunum þínum um ferð út í heiminn.
Mér finnst það ekki afleitt þó við búum hér á skaganum,
yfir fjöll og firnindi hugsunin um heiminn
myndum varpar í huga mér sem ég veit eru mér lokaðar.
Af öllu mætti halda að allt væri hér vonlaust
gömlum draumum um ungar stelpur, urðu fljótt að konum
konum sem ekki gefa neitt í sínum draumum og vonum.
sleikja frímerki er það eina sem ég get gert núna
litla von það gefur mér um þig að verða brúna.
kettlinga sé ég í þinni framtíð, gömul mein, lúin bein, alein
o.k. ég fann það út ... það er Camembert
Friðpíkan vill þakka kellogs kærlega fyrr framtak sitt fyrir þetta blogg
Athugasemdir
Þetta lag er snilld
Res (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.