Ísland sjálfselska þjóð

Afhverju er það að alltaf þegar eitthvað hræðilegt gerist út í heimi eins og svona stórir jarðskjálftar sem eyðileggja heimilin hjá þeim sem þar búa, að það eina sem við getum hugsað um er "Vá ég vona það hafi ekki verið neinir íslendingar þarna." 

Nei guði sé lof engir íslendingar bara mörg líf og heimili eyðilöggð vegna þess að tryggingin(ef þau eru með einhverja) gengur ekki yfir náttúruhamfarir.

Töff lökk perú.

Lag morgundagsins: Big bottomSpinal Tap

Friðpíkan inn


mbl.is Engir Íslendingar á jarðskjálftasvæðinu í Perú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Trausti Hraunfjörð heiti ég, og er búandi í Perú, svo skjálftinn er virkilega inn að beini hjá mér og mínum.

Engir Íslendingar á jarðskjálftasvæðinu í Perú.... ?

Jú, ég og 6 mánaða dóttir mín vorum og erum á svæðinu, því við búum hérna, en það skiptir ekki máli, því við erum á lífi eftir hamfarirnar, meðan hundruðir þúsunda eru ekki eins heppnar...

Ég er að reyna að koma af stað söfnun á Íslandi til þeirra sem eru hjálpar þurfandi sunnan fyrir höfuðborgina Lima.

Skjálftarnir sem riðu yfir hér síðastliðinn miðvikudag, lögðu í rúst fleiri borgir og bæi, og það er virkilega mikil þörf á hjálp NÚNA!

Í Landsbankanum er hægt að borga inn á safn sjóð til stuðnings þeirra sem verst urðu úti í skjálftunum.

Reiknings númerið er 1887. ÖLL HJÁLP MUN KOMA TIL SKILA 100% ÓSKERT. Þetta framtak til hjálpar er mitt, og ég gef mína vinnu og tíma í þetta. Fólk er virkilega nauðstatt á skjálftasvæðunum, og þarf hjálp... HAVAÐAN sem hún kemur.

Ég sem Íslendingur, veit að "mitt fólk" þekkir til náttúruhamfara, og mun hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi... allavega held ég að ég þekki "mitt fólk" á þann hátt, og vona að það standist.

Þegar snjóflóðið féll á Flateyri árið 1995, fékk Ísland hjálp frá fleiri löndum, og það kom sér vel fyrir þjóðina. Núna getur Íslenska þjóðin hjálpað virkilega bágstöddu fólki hér í Perú, og sýnt og sannað að mannkærleiki er í hávegum hafður hjá Íslendingum.

Ég og konan mín höfum gefið allt sem við gátum, og meira til... en margfalt meira er þörf á. Vinkona okkar er hjúkrunarkona og var með í aðstoðarhópi sem sendur var suður eftir, af yfirvöldum, og þegar hún kom til baka í gærkvöld, hafði hún hræðilegar sögur að segja um ástandið. Fólk er án alls... það er ekkert vatn, enginn matur, ekkert skjól, ekkert! Sú hjálp sem kemur til svæðanna, er eins og dropi af vatni í eyðimörkina.... sjáanlegur í skamman tíma, en án varandi virkunar. Borgin Pisco sem húsaði yfir 60.000 íbúa, er 85-95% jöfnuð við jörðu. Það er ekkert rafmagn, vatn eða klósett kerfi í gangi þar. Heilt fjall rifnaði í sundur í skjálftanum.... hundruðir þúsunda manneskja eru heimilis lausar. Börn eru foreldralaus, foreldrar eru barnlaus... ástandið er hreint út sagt hræðilegt.

Ég vonast til að Íslendingar sýni sína góðu hlið og gefi til hjálparstarfsins. Ekki bara að ég "næstum því" grátbiðji, heldur GRÁTBIÐ ég um að fólk geri það sem það getur til að hjálpa.

Ef fólk hefur vilja og möguleika á að hjálpa, þá er tíminn fyrir það hér og nú! Ef þú getur bara gefið "100 kall", þá er það gjöf sem mun hjálpa. Lítið er margfalt betra en ekkert!

Reikningur 1887 í Landsbankanum.

Sendið mér línu, og ég mun reyna að svara öllum fyrirspurnum.

trausti (at) hraunfjord.org

Kærar þakkir fyrir tíma og hjálp,

... HJÁLP... og ekki hika!!!!

Trausti Hraunfjörð

Trausti Hraunfjörð (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband